Nokia 6210 Navigator - Uppsetning forrits

background image

Uppsetning forrits

Nauðsynlegt er að hafa .jar-skrá til að setja upp Java-forrit. Ef skrána vantar getur
tækið beðið þig um að hlaða henni niður.

1. Til að setja upp forrit eða hugbúnaðarpakka skaltu velja

Uppsetn.skrár

og velja

uppsetningarskrá. Forrit sem sett eru upp á minniskortinu eru merkt með

.

2. Veldu

Valkostir

>

Setja upp

.

Þú getur einnig leitað í minni tækisins eða á minniskortinu, valið forritið og ýtt
á skruntakkann til að hefja uppsetninguna.

Meðan á uppsetningu stendur birtir tækið upplýsingar um stöðu
uppsetningarinnar. Ef þú setur upp forrit án rafrænnar undirskriftar
eða vottorðs birtir tækið viðvörun. Þú skalt aðeins halda áfram að setja
upp forritið ef þú ert viss um uppruna þess og innihald.

Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið
öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að
vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð
eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn
ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt
dag- og tímasetning sé í tækinu.

Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega
megi treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.

Java-forrit geta reynt t.d. að koma á gagnatengingu eða senda skilaboð. Til að
breyta leyfisveitingum uppsetts Java-forrits og tilgreina hvaða aðgangsstað
forritið á að nota skaltu velja

Uppsett forrit

, fletta síðan að forritinu og velja

Opna

.

Uppsetningarskrár (.sis) eru áfram í minni tækisins eftir að forrit þeirra hafa verið sett upp
á samhæfu minniskorti. Skrárnar geta tekið mikið minni og valdið því að ekki sé hægt að

background image

65

U m s j ó n m e ð g ö g n u m

vista aðrar skrár. Til að losa um minni skaltu nota Nokia PC Suite til að taka öryggisafrit af
uppsetningarskrám og setja afritið á samhæfa tölvu. Að því loknu skaltu nota Skráarstjórann
til að eyða uppsetningarskránum úr minni tækisins. Sjá „Skráastjóri“ á bls. 65. Ef .sis-skráin
hefur verið send sem viðhengi í skilaboðum skal eyða skilaboðunum úr innhólfinu.