Nokia 6210 Navigator - Kortum hlaðið niður

background image

Kortum hlaðið niður

Þegar þú skoðar kort í kortaforritinu er nýju korti hlaðið niður sjálfkrafa ef
þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem þegar hefur verið hlaðið niður.
Gagnateljarinn (kB) sýnir hve netnotkunin er mikil þegar kort eru skoðuð,
leiðaráætlanir gerðar eða leitað er að stöðum á netinu.

Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.

Til að koma í veg fyrir að efni, t.d. kortum, sé hlaðið niður þegar þú ert utan
heimakerfisins skaltu velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Nettenging við ræsingu

>

Nei

.

Til að tilgreina hvaða minni skal nota og hve mikið pláss á minninu skal nota til að
vista kort eða skrár með raddleiðsögn skaltu velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Kort

>

Minni í notkun

og

Nota hámarksminni

. Þegar minnið er orðið fullt er elstu

gögnunum eytt. Hægt er að eyða kortum með Nokia Map Loader PC forritinu.