Nokia 6210 Navigator - Um Kort

background image

Um Kort

Með kortaforritinu geturðu séð hvar á kortinu þú ert staddur, skoðað kort
yfir ýmsar borgir og lönd, fengið raddleiðsögn til áfangastaðar, leitað að
heimilisföngum og ýmsum áhugaverðum stöðum og gert leiðaráætlanir milli
staða, vistað staði sem leiðarmerki og sent þau í samhæf tæki. Einnig geturðu
keypt viðbótarþjónustu, svo sem ferðahandbækur og umferðarupplýsingar.
Slík þjónusta er ekki í boði í hvaða landi sem er.

Sum kort kunna að hafa verið á minniskorti tækisins þegar þú fékkst það.
Hægt er að hlaða niður fleiri kortum af netinu með Nokia Map Loader forritinu.
Sjá „Kortum hlaðið niður“ á bls. 40.

Kort nota GPS. Hægt er að velja staðsetningaraðferðir fyrir tækið. Sjá
„Staðsetningarstillingar“ á bls. 36. Til að fá sem nákvæmastar upplýsingar
um staðsetningu skaltu nota annaðhvort innbyggða GPS-móttakarann eða
samhæfan ytri GPS-móttakara.