Nokia 6210 Navigator - Um GPS

background image

Um GPS

GPS-kerfið (Global Positioning System) er hnattrænt radíóleiðsögukerfi sem
byggir á 24 gervihnöttum og jarðstöðvum þeirra sem fylgjast með virkni
gervihnattanna.

Í tækinu er innbyggður GPS-móttakari.

GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð á
nákvæmni þess og viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir áhrifum
af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn og kann að breytast
í samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt GPS og
alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði gervihnatta getur einnig haft áhrif á
nákvæmni. Staðsetning, byggingar, náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna að hafa
áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Aðeins ætti að nota GPS-móttakarann utanhúss til að
taka á móti GPS-merkjum.

Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu eða
leiðsögn.