Nokia 6210 Navigator - Virkir minnismiðar

background image

Virkir minnismiðar

Virkir minnismiðar gera þér kleift að búa til, breyta og sjá ýmiss konar minnismiða.
Hægt er að setja inn myndir og myndskeið eða hljóðskrár í minnismiðana, tengja
minnismiða við önnur forrit, svo sem Tengiliði og senda öðrum minnismiða.

Veldu

>

Skrifstofa

>

Valmiðar

.

Til að búa til minnismiða skaltu slá inn textann. Til að setja inn myndir, hljóð- eða
myndskrár, nafnspjöld, bókamerki eða skrár velurðu

Valkostir

>

Setja inn

og

viðkomandi hlut.

Til að láta tækið sýna minnismiða þegar hringt er í eða símtölum er svarað frá
tengilið skaltu velja

Valkostir

>

Stillingar

. Til að tengja minnismiða við tengilið

skaltu opna minnismiðann og velja

Valkostir

>

Tengill í tengilið(i)

>

Bæta við

tengiliðum

og tengiliðinn.