Nokia 6210 Navigator - Bluetooth-tengingar

background image

Bluetooth-tengingar

Með þráðlausri Bluetooth-tækni fæst þráðlaus tenging milli rafeindatækja sem
eru í allt að 10 metra (33 feta) fjarlægð frá hvort öðru.

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 sem styður eftirfarandi snið:
Advanced Audio Distribution, Audio/Video Remote Control, Basic Imaging, Dial-Up
Networking, File Transfer, Hands-free, Headset, Object Push, Serial Port, Phone Book Access,
SIM Access, Generic Audio/Video Distribution, Generic Access og Generic Object Exchange.
Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti
sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum
annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.

Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar.

Ekki skal samþykkja Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er treyst.

Bluetooth-tenging er sjálfkrafa rofin eftir sendingu eða móttöku gagna.