Nokia 6210 Navigator - Kallkerfi

background image

Kallkerfi

Í kallkerfi (sérþjónusta) er um að ræða símtal yfir kallkerfisþjónustu í rauntíma
(sérþjónusta). Í kallkerfinu er komið á beinu talsambandi með því að styðja á einn
takka. Í kallkerfissamskiptum talar einn aðili en hinir hlusta. Aðeins er hægt að
tala í tiltekinn tíma.

Þjónustuveitan veitir upplýsingar um framboð, kostnað og áskrift að þjónustunni.
Hafa ætti í huga að reikiþjónusta kann að vera takmarkaðri en gerist með símtöl
um heimasímakerfið.

Áður en kallkerfisþjónusta er tekin í notkun þarf að tilgreina aðgangsstað
þjónustunnar. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um kallkerfisstillingar.

Símtöl hafa ávallt forgang fram yfir samtöl um kallkerfi.

Veldu

>

Forrit

>

Kallkerfi

.