Snið án tengingar
Ótengda sniðið er ræst á fljótlegan hátt með því að styðja stuttlega á rofann í
biðstöðu og velja
Ótengdur
. Til að fara úr ótengda sniðinu skaltu styðja stuttlega
á rofann og velja annað snið.
Þegar ótengda sniðið er virkt er slökkt á öllum tengingum við farsímakerfi.
Hægt er að nota tækið án SIM-korts og hlusta á útvarpið eða á tónlist í
tónlistarspilaranum. Mundu að slökkva á tækinu þar sem notkun þráðlausra
síma er bönnuð.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara símtölum eða nota aðra
valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að
hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja verður fyrst að
virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá
inn lykilnúmerið.
15
T æ k i ð