■ Venjulegt símtal
1. Sláðu inn svæðis- og símanúmerið í biðstöðu. Styddu á hreinsitakkann til að
fjarlægja tölu.
Þegar hringt er til útlanda skaltu ýta tvisvar á * til að fá fram alþjóðlega
forskeytið (+ kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og slá inn
landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2. Styddu á hringitakkann til að hringja í númerið.
3. Styddu á hætta-takkann til að leggja á eða hætta við að hringja.
Til að velja hvort símtölum er slitið þegar tækinu er lokað skaltu velja >
Stillingar
>
Símstill.
>
Almennar
>
Opn./lokun síma
>
Símanum lokað
>
Valkostir
>
Breyta
>
Símtali slitið
eða
Símtali haldið áfram
.
21
S í m t ö l
Til að hringja úr Tengiliðum skaltu velja >
Tengiliðir
. Flettu að tilteknu nafni eða
sláðu inn fyrstu stafi nafnsins og flettu að nafninu. Styddu á hringitakkann til að
hringja í númerið.
Til að hringja í nýlega valið númer skaltu styðja á hringitakkann í biðstöðu.