
■ Mail for Exchange
Með Mail for Exchange geturðu opnað tölvupóstinn, dagbókina, tengiliði
(símaskrá), og verkefni sem tengjast Microsoft® Exchange áskriftinni í tækinu þínu.
Hægt er að uppfæra færslur þínar í tækinu til samræmis við færslurnar í áskriftinni
með því að samstilla þær.
Það fer eftir hugbúnaðarútgáfu tækisins hvort boðið er upp á Mail for Exchange.
Þú þarft að gerast áskrifandi að Mail for Exchange og kerfisstjórinn verður að hafa
gert áskriftina þína virka til að hægt sé að samstilla. Hafðu samband við

31
S k i l a b o ð
kerfisstjórann eða sendu viðkomandi þjónustuveitu tölvupóst með beiðni um
upplýsingar.
Til athugunar: Einnig er hægt að setja upp forritið Félagaskrá
(Company directory) í stað Mail for Exchange. Hægt er að leita að
tengiliðum í Félagaskránni. Í Mail for Exchange er einnig sams
konar leitaraðgerð. Þú getur ekki notað Félagaskrána þegar þú
sendir tölvupóst í Mail for Exchange.