Samstilling
Með samstillingu er tölvupóstur, dagbók, tengiliðir og efni í tækinu uppfært til
samræmis við efnið í Microsoft Exchange áskriftinni. Hægt er að sérsníða
samstillinguna með því að setja upp snið þar sem hægt er að gera eftirfarandi:
• Velja efnið sem á að samstilla – tölvupóst, dagbók, tengiliði, verkefni eða
sambland af þessum fjórum aðgerðum.
• Tímasetja hvenær Mail for Exchange er samstilltur sjálfvirkt. (Einnig er hægt að
samstilla handvirkt hvenær sem er.)
• Leysa úr vandamálum sem upp kunna að koma við samstillingu með því að
tilgreina hvort efnið sem er í áskrift á Microsoft® Exchange miðlaranum eða í
tækinu á að vera ráðandi ef um árekstur verður að ræða.
• Velja SSL (Secure Sockets Layer ) til að auka öryggi milli tækisins og miðlarans.
• Velja hvernig viðvörun þú færð þegar tölvupóstur berst.