Halda skal rétt á tækinu
Þegar þú notar móttakarann skaltu halda tækinu beint upp og færa það svo
í um 45 gráðu stöðu án þess að nokkuð skyggi á himininn.
Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar mínútur að koma
á GPS-tengingu og jafnvel enn lengri tíma í bíl. Sjá „GPS-ljós“ á bls. 16.
Notkun GPS-móttakara getur tæmt rafhlöðu tækisins fyrr en ella.
Ef tækið finnur ekki gervihnattamerki gættu þá að eftirfarandi atriðum:
• Sértu innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki.
• Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.
• Gættu þess að að höndin sé ekki yfir GPS-móttakara tækisins.
• Slæm veðurskilyrði geta haft áhrif á sendistyrkinn.
• Sum farartæki eru með skyggðum rúðum og ekki er víst að gervihnattamerki
berist í gegnum þær.