Áttaviti
Tækið er með seguláttavita.
Áttavitinn ætti alltaf að vera vandlega kvarðaður. Rafsegulsvið, stórir
málmhlutir, aðrar utanaðkomandi aðstæður og það að opna eða loka tækinu
getur minnkað nákvæmni áttavitans. Aldrei skal treysta eingöngu á áttavitann
í tækinu.
Til að ræsa áttavitann og reyna að finna
núverandi staðsetningu skaltu ýta á
leiðsögutakkann. Ef hringurinn utan
um áttavitann er rauður er áttavitinn
ekki kvarðaður. Til að kvarða áttavitann
er honum snúið um alla ása með því
að hreyfa úlnliðinn samfellt þar til
hringurinn er orðinn grænn. Þegar tækinu
er snúið skal tryggja að skjár tækisins snúi eitt augnablik að jörðu.
39
S t a ð s e t n i n g
Ef hringurinn er gulur er nákvæmni kvörðunar lítil og þú ættir að halda áfram
að snúa tækinu. Þegar áttavitinn er virkur og hringurinn utan um hann er grænn
snýst kortaskjárinn sjálfvirkt í samræmi við þá stefnu sem efsti hluti tækisins
bendir.
Til að gera áttavitann virkan eða óvirkan skaltu velja
Valkostir
>
Verkfæri
>
Kveikja á áttavita
eða
Slökkva á áttavita
. Þegar áttavitinn er ekki í notkun er
hringurinn utan um hann hvítur og kortaskjárinn snýst ekki sjálfvirkt.